Úrvalsbúðir


Síðustu sumur hefur KKÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshóp ungmenna. Úrvalshópurinn er undanfari yngri landsliða Ísland þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum fara yfir ýmis tækniatriði og stjórna stöðvaæfingum þar sem meðal annars verða æfð skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar.

Úrvalsbúðirnar í ár eru fyrir ungmenni fædd 2005, 2006 og 2007.
Æfingabúðirnar verða haldnar tvisvar í sumar og er dagskráin sú sama báðar helgarnar.

Seinni helgin í ár verður haldin dagana 18.-19. ágúst í tveimur íþróttahúsum.

Staðsetningar seinni helgar í ágúst:
·
Drengir verða í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði líkt og á fyrri helginni í vor.
·
Stúlkur verða í Smáranum í Kópavogi.

Yfirþjálfarar Úrvalsbúðana eru þau Ingi Þór Steinþórsson hjá drengjum og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá stúlkum.
Hér fyrir neðan má nálgast bréfin á .pdf formi sem send voru leikmönnunum sem boðaðir voru:


Bréf stúlkna
Bréf drengja

-> Skráningarsíðu Úrvalsbúða er að finna hérna

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira