Umsókn fyrir erlenda leikmenn

Umsókn fyrir erlenda leikmenn - KKÍ og UTL
 
Hér eru upplýsingar og gögn til að sækja um leikheimild fyrir erlenda leikmenn. Það sem þarf að huga að tímanlega er að umsókn um LOC til annara landa (e. Letter Of Clearance) getur tekið 1-2 daga að berast frá öðrum sérsamböndum og því best að óska eftir því tímanlega hjá starfsmönnum KKÍ. Félögin sjálf sjá um allt sem snýr að atvinnu- og dvalarleyfisumsókn til UTL.

Ferlið skiptst í tvo hluta. Annarsvegar það sem snýr að atvinnu- og dvalarleyfi frá UTL og svo í framhaldinu leikheimild hjá KKÍ. Skrifstofa KKÍ þarf að fá staðfestingu frá UTL um að leikmaður sé samþykktur til að geta veitt leikheimild skv. Reglugerði KKÍ, sé þess krafist af UTL að viðkomandi leikmaður þurfi þess. (sjá lista yfir Evrópulönd sem eru undanþegin afgreiðslu UTL hér að neðan)
utl.is/index.php?option=com_content&view=article&id=82&Itemid=84&lang=en

Athugið að hægt er að óska eftir LOC fyrir leikmann hjá KKÍ á meðan/undan umsókn er afgreidd hjá UTL til að flýta fyrir því ferli.


Það sem þarf að uppfylla til að leikmaður fái leikheimild hjá KKÍ er eftirfarandi:
Vinsamlegast óskið eftir Letter Of Clearance (LOC) hjá KKÍ í tíma þar sem það getur tekið nokkra daga að fá þau veitt.

Umsókn um leikheimild hjá KKÍ
· KKÍ umsókn                     Grunnupplýsingar til að hægt sé að sækja um LOC.
· FIBA umsókn (.pdf)         Skráning leikmannsins hjá FIBA.
· FIBA umsókn (.word) 
· Self Decleration (.word)  Fyllt út af forsvarsmönnum eða leikmanninum sjálfum og kvittað af leikmanninum. 
· Afrit af vegabréfi             Skannað inn og sent í tölvupósti, ekki í gegnu fax.
· Sjúkratrygging                 Staðfesting á sjúkrakostnaðartryggingu (sjá eyðublöð neðst).
· Staða hjá KKÍ                  Félag þarf að vera skuldlaust við KKÍ til að fá leikheimild.
· Letter Of Clearance         KKÍ sækir um LOC fyrir öll lönd nema USA (sjá neðar).

Letter of Clearance umsóknir - Almennt fyrir allar umsóknir
Gefa þarf KKÍ upplýsingar um leikmanninn (nafn, fæðingardag og ár, fyrra lið ef hægt er og í hvaða landi hann lék síðast). Að auki þarf að fylgja upplýsingar um umboðsmann leikmannsins (ef hann er til staðar) og þá þarf að fylgja nafn hans, þjóðerni og FIBA Agent Nr. umboðsmannsins. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er hægt að útbúa LOC-umsóknina til að senda út.

Letter of Clearance umsóknir - USA

Sé leikmaður að koma beint úr skóla í Bandaríkjunum og hefur ekki leikið innan FIBA áður þarf að sækja um LOC til USA Basketball og er það gert í gegnum þessa vefsíðu hjá hjá USA Basketball: usab.site-ym.com/event/loc

ATH að USA Basketball rukkar gjald fyrir, og eru nokkrir möguleikar í boði, eftir hversu fljótri afgreiðslu er óskað eftir.

Það sem þarf að fylgja með umsóknum til USA Basketball þegar sótt er um LOC er formleg beiðni frá KKÍ og afrit af vegabréfi leikmanns.
Að lokum þurfa allir leikmenn frá Bandaríkjunum einnig að skila inn Self-Decleration blaðinu (sjá hér að ofan).

Letter of Clearance umsóknir - Önnur lönd
Annars sækir KKÍ um LOC til allra annara landa, þar með talið NBA og NBADL deildanna.
Fyrir Kanada þarf að fylla út þessa umsókn og skila til KKÍ sem sækir um LOC í framhaldinu.

ATH!
Vert er að taka fram að í öllum tilfellum er gott að sækja um LOC tímanlega, því KKÍ sækir um það til viðkomandi sérsambands í því landi þar sem leikmaður lék síðast og getur tekið tíma, allt eftir því hve fjótt viðkomandi samband afgreiðir málið og fær svar frá fyrra félagi um að leikmaður sé laus allra mála hjá því sambandi. ATHGUIÐ að sérsambönd geta áskilið sér allt að sjö (7) virka daga til að afgreiða LOC. Á meðan það vantar til KKÍ fær leikmaður ekki leikheimild.

Munið að tilkynna brottfarir leikmanna þegar þeir yfirgefa landið, hvort sem er á miðju tímabili eða í lok þess, til Þjóðskrár Íslands á netföngin skra@skra.is og utl@utl.is í cc:.

 

Athugið að þessar upplýsingar eiga við um leikmenn sem koma utan evrópska efnahagssvæðisins og bera ekki evrópskt ríkisfang. Evrópskir leikmenn og félög þurfa samt sem áður að skila inn gögnum til Vinnumálastofnunnar (vmst.is) eins og ráðningasamning og mælt er með því að félög gangi úr skugga um að leikmenn séu tryggðir á meðan þeir spila hérlendis sem atvinnumenn.


Umsóknarferli um atvinnu- og dvalarleyfi · Eyðublöð og leiðbeiningar
Almennar leiðbeiningar um umsóknarferli fyrir atvinnu- og dvalarleyfi má finna á heimasíðu Útlendingastofnunar (www.utl.is) en hér fyrir neðan má finna nánari leiðbeiningar er KKÍ hefur sett saman til að einfalda forráðamönnum að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir erlenda leikmenn.

Senda þarf tölvupóst á leikmanninn þar sem leiðbeint er um þau skref sem þarf að taka en þau eru eftirfarandi.

Skref 1:
Erlendur leikmaður fyllir út nauðsynleg umsóknareyðublöð frá UTL sem nálgast má hér (UTL-umsóknarblöð).
Einfaldast er að senda þau til hans í tölvupósti. Búið er að yfirstrika með gulu þá reiti er leikmaðurinn þarf að fylla út. Frumritin eiga síðan að vera send með hraðpósti til forráðamanns félagsins sem þarf síðan að fylla út þær upplýsingar í umsóknina er snúa að félaginu (heimilisfang á Íslandi, upplýsingar um liðið og fl.) Mjög mikilvægt er að sá aðili er sér um þetta fyrir félagið lesi yfir gögnin áður en þau fara til Útlendingastofnunar og eins og kemur fram hér að ofan þá þarf að klára að fylla út umsóknareyðublöðin þar sem leikmaðurinn er ekki með allar nauðsynlegar upplýsingar.

Skref 2:
Erlendur leikmaður sækir um FBI sakavottorð – KKÍ mælir með því að notuð sé FBI veita sem heitir Accurate Biometrics (http://www.accuratebiometrics.com/fingerprinting_FBI_Procedures_By_Mail.html). Þegar fyllt er út umsóknareyðublaðið skal velja „Web Portal Service“ og að senda skuli niðurstöðurnar á utl@utl.is (eða netfang forráðamanns félagsins sem framsendir niðurstöðurnar til UTL – athugið að ekki er heimilt að opna linkinn þar sem hann virkar aðeins einu sinni og starfsmaður UTL þarf að vera sá sem sækir niðurstöðurnar). Þessir linkar eru oftast virkir í um 30 daga frá því þeir eru sendir og því hægt að opna þá einu sinni á þeim tíma.

Skref 3:
Erlendur leikmaður fyllir út umsókn um sjúkratryggingu á Íslandi frá því tryggingarfélagi er liðið er í viðskiptum við. Sú umsókn er skönnuð inn og send í tölvupósti til forráðamanns félagsins ásamt afriti af vegabréfi leikmannsins sem síðan getur sótt um trygginguna strax og þannig sparað tíma þannig að tryggingin er tilbúin þegar eyðublöðin berast í pósti.

Sjóvá: http://www.sjova.is/files/2008_11_11_Application_for_sickness_cost_forms_signature.pdf

Vís: http://vis.is/media/1719/medical_cost_insurance-e.pdf

TM: https://www.tm.is/media/Eydublod_TM/Application.pdf

Vörður: http://www.vordur.is/GetAsset.ashx?id=4893

Skref 4:
Forráðamenn félagsins fylla út húsnæðisvottorð ásamt eiganda húsnæðisins sem nálgast má hér:
http://utl.is/files/Yfirlysing_huseiganda-isl_utfyllanlegt.pdf 

Skref 5:
egar frumritin berast til Íslands þarf forráðamaður félagsins að fara með gögnin til Útlendingastofnunar. Gögnin sem þarf að skila inn eru eftirfarandi:

  1. Dvalarleyfisumsókn (í frumriti)
  2. Atvinnuleyfisumsókn (í frumriti)
  3. Ráðningasamningur (í frumriti)
  4. Umboð til forráðamanns félagsins (í frumriti)
  5. Afrit af vegabréfi (ljósrit)
  6. Staðfesting á tryggingu (ljósrit)
  7. Húsnæðisvottorð (frumrit)
  8. Kvittun fyrir greiðslu afgreiðslugjalds (kostar 12.000 kr., reikningsnúmer 0515-14-410424, kt. 670269-6399)

Hér má sjá dæmi um texta sem hægt er að nota til að leiðbeina erlendum leikmanni í gegnum ferlið:

Dear (player name)

My name is XXX and I‘m helping XXX team get a residence and work permit for you in Iceland.

Step one:
Attached is a pdf-document that you will have to print out and fill in all boxes marked with yellow. Remember to signed everything at the bottom page. As soon as you have filled this out send this to my address with overnight delivery (DHL, Fed-ex and so on). My address is xxxxxxxx

Step two:
Apply for a FBI Criminal record – the instructions can be found here on this website: http://www.accuratebiometrics.com/fingerprinting_FBI_Procedures_By_Mail.html 
Please pick „Web Portal Service“ and have the results e-mailed to utl@utl.is Please do this as soon as possible. We will refund you the cost when you get to Iceland. If you have the Criminal Record sent to your email, be sure not to open the link when it arrives as it must only be done by an Icelandic Immigration Office Personell.

Step three:
Print out the application for a Health insurance in Iceland and scan and e-mail that to me. Please e-mail me also a copy of your passport. The application can be found here: xxxxxx (setja hér inn link á umsóknareyðublað frá tryggingafélagi liðsins).