Lífshlaupið hefst 3. febrúar

10.01.2016

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu, verður ræst í níunda sinn miðvikudaginn 3. febrúar. Vinnustaðakeppnin stendur frá 3. - 23. febrúar og grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 3. - 16. febrúar.

Það er því um að gera að fara að huga að því hvað vinnustaðurinn/skólinn getur gert til þess að virkja sem flesta til þátttöku.

Við vekjum athygli á því að ný heimasíða hefur verið tekin í notkun samhliða því að opnað hefur verður fyrir skráningar.

Allar upplýsingar má nálgast hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í síma 514-4000 eða á netfangið lifshlaupid@isi.is