Reglur


Hér fyrir neðan finnur þú allar upplýsingar um reglur Lífshlaupsins. 

Smelltu á viðeigandi keppni hér fyrir neðan til að sjá meðal annars hvað má skrá, fjölda þátttakenda og hverjir eru galdgengir.


 
Hverjir eru gjaldgengir þátttakendur?
Allir geta tekið þátt í Lífshlaupinu.

Hvað má skrá?
Alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er utan vinnutíma.
Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur sem skipta má upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn. Hvað er miðlungserfið og erfið hreyfing? Svarið færðu undir "Hreyfiráðleggingar" hér til hliðar. 

Hvað má ekki skrá? 
Ekki er heimilt að skrá þá hreyfingu sem fellst í starfi einstaklinga. Til dæmis ef einstaklingur vinnur við það að bera út póst 8 klukkustundir á dag er honum ekki heimilt að skrá 8 klukkustundur í göngu fyrir þann dag.

Hvaða starfsmannafjölda á að gefa upp?
Skrá á þann starfsmannafjölda sem launadeild viðkomandi vinnustaðar hefur á launaskrá þegar keppni hefst, óháð starfshlutfalli. Ef einhverjir starfsmenn eru í orlofi eða námsleyfi á þeim tíma sem Lífshlaupið fer fram má draga þann fjölda frá. 

Framlag hvers og eins telur:
Í anda almenningsíþrótta er leikurinn byggður upp með það að markmiði að framlag hvers og eins telur, ef starfsmaður skráir einn dag þá telur það. 

Allt er betra en ekkert!


Hverjir eru gjaldgengir þátttakendur? 
Allir nemendur skólans.

Hvað má skrá? 
Alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er yfir daginn.
Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 60 mínútur, fyrir 15 ára og yngri í keppninni má skipta tímanum upp yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn.
Lífshlaupið styðst við ráðleggingar frá Embætti landslæknis. Sjá nánari skilgreiningar undir "Hreyfiráðleggingar" hér til hliðar.


Hvaða nemendafjölda á að gefa upp?
Sá nemendafjöldi sem á að vera skráður undir "Fjöldi í skóla" er sá fjöldi sem skráður er í skólann meðan á Lífshlaupinu stendur.
Þegar frammistaða skólans er skoðuð undir "Staðan", ef smellt er á nafn skólans má sjá fjölda nemenda undir nafni skólans í vinstra horninu.
Ef sú tala passar ekki við þann nemendafjölda sem er í skólanum eru þið vinsamlegast beðin(n) um að senda leiðréttingu á netfangið lifshlaupid@isi.is.

Framlag hvers og eins telur: 
Í anda almenningsíþrótta er leikurinn byggður upp þannig að framlag hvers og eins hjálpar til, hversu lítið sem það er.

Það er alltaf betra er að hreyfa sig lítið eitt en ekki neitt. Öll hreyfing hefur jákvæð áhrif á heilsu og líðan!


Hverjir eru gjaldgengir þátttakendur? 
Allir nemendur skólans.

Hvað má skrá?
Alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er yfir daginn.
Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 60 mínútur fyrir 15 ára og yngri en í 30 mínútur fyrir 16 ára og eldri.
Hreyfingunni má skipta upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn. Allir dagar telja með (frídagar og virkir dagar).

Hvaða nemendafjölda á að gefa upp?
Sá nemendafjöldi sem á að vera skráður undir "fjöldi í skóla" er sá fjöldi sem skráður er í skólann meðan á Lífshlaupinu stendur.
Þegar frammistaða skólans er skoðuð undir "Staðan", ef smellt er á nafn skólans, má sjá nemendafjölda í skólanum undir nafni skólans í vinstra horninu.  
Ef sú tala passar ekki við þann nemendafjölda sem er í skólanum eru þið vinsamlegast beðin(n) um að senda leiðréttingu á netfangið lifshlaupid@isi.is.

Framlag hvers og eins telur:
Í anda almenningsíþrótta er leikurinn byggður upp þannig að framlag hvers og eins hjálpar til, hversu lítið sem það er. 

Allt er betra en ekkert!


Hverjir eru gjaldgengir þátttakendur? 

Flokkurinn heitir hreystihópar 67+ þar sem miðað er við formlegan eftirlaunaaldur. En allir sem eru 60 ára og eldri geta skráð sig í þennan hóp, þar sem félög eldri borgara eru opin öllum sem náð hafa 60 ára aldri.

Hvað má skrá?

Alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu.

Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur sem skipta má upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn. Hvað er miðlungserfið og erfið hreyfing? Svarið færðu undir "Hreyfiráðleggingar" hér til hliðar.

Hvað má ekki skrá?

Ekki er heimilt að skrá þá hreyfingu sem fellst í starfi einstaklinga. Til dæmis ef einstaklingur vinnur við það að bera út póst í 8 klukkustundir á dag er honum ekki heimilt að skrá 8 klukkustundur í göngu fyrir þann dag.

Hvaða fjölda á að gefa upp?

Skrá þann fjölda þátttakenda sem eru virkir í hópnum.Framlag hvers og eins telur: Í anda almenningsíþrótta er leikurinn byggður upp með það að markmiði að framlag hvers og eins telur, ef starfsmaður skráir einn dag þá telur það. 

Allt er betra en ekkert!