Nýjustu fréttir

FIBA hefur gefið út styrkleikaröðun liða fyrir EuroBasket 2017

22 sep. 2016FIBA hefur gefið út styrkleikaröðun liða fyrir EuroBasket 2017 og er Ísland er þar í 21. sæti af 24 þjóðum. Ísland var fyrir EuroBasket 2015 í sæti 23 af 24 þátttökuþjóðum en það er árangur liða í undankeppninni sem ræður röðun liða. Eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki (sex flokkar) leika saman í fjórum riðlum á EuroBasket 2017.Meira

Haustfjarnám 2016 · Þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ

21 sep. 2016Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 26. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Meira

Unglingadómaranámskeið

20 sep. 2016Á næstunni mun KKÍ fara af stað með unglingadómaranámskeið fyrir leikmenn 10. flokks. Námskeiðin munu fara fram innanbúðar hjá hverju félagi, eftir því sem hægt er, og verður hvert námskeið fyrir bæði stúlkur og drengi. Er námskeiðið aðildarfélögum að kostnaðarlausu.Meira

EuroBasket 2017 · Dregið í riðla 22. nóvember

19 sep. 2016Ísland verður meðal 24 bestu þjóða Evrópu í körfuknattleik karla næsta haust en þetta var staðfest á laugardaginn þegar liðið tryggði sæti sitt á lokamótinu, EuroBasket 2017 með sigri á landsliði Belga í Laugardalshöll. Þar með endaði Ísland í 2. sæti síns riðils og með næst besta árangurinn af þeim fjórum liðum sem fóru áfram með því að lenda í öðru sæti í undankeppninni.Meira

Molten keppnisbolti
  • Úrvalsbúðir 2016 · Seinni æfingahelgin 20.-21. ágúst

    Seinni æfingahelgi Úrvalsbúða 2016 verða haldnar helgina 20.-21. ágúst. Að þessu sinni verða stúlkur í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði og drengir verða í Smáranum Kópavogi. 

  • Fundur KKÍ og unglingaráðanna 11. ágúst

    Fimmtudaginn 11. ágúst boðar KKÍ til fundar með unglingaráðum félaganna í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst fundurinn kl. 17:00. Á fundinn eiga öll lið að senda fulltrúa sem starfa í yngri flokkunum. Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

  • Landsleikir karlaliðsins · Undankeppni EM, EuroBasket 2017

    26.-Landslið karla leikur þrjá heimaleiki í undankeppni EuroBasket 2017 í lok ágúst og byrjun september. Heimaleikirnir verða þann 31. ágúst gegn Sviss, 14. september gegn Kýpur og 17. september gegn Belgíu. Miðasala er hafin á alla leikina á www.tix.is.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Kristinn er íþróttafulltrúi KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Fræðslu- og útbreiðslu mál

Árni Eggert vinnur að fræðslumálum KKÍ. Hann sér um ýmis verkefni tengdum útbreiðslu körfuboltans á landinu og er í sérverkefnum á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslu.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

Hafðu samband!