Nýjustu fréttir

22 jún. 2018Nýliðaval NBA fór fram í nótt í New York í Bandaríkjunum. Tryggvi Hlinason, landsliðsmaður, sem var meðal þeirra leikmanna sem komu til greina til að vera valdir í nýliðavalinu var ekki valinn.Meira

NBA nýliðavalið fer fram í kvöld – nafn Tryggva í pottinum

21 jún. 2018Nýliðaval NBA-deildarinnar fer fram í kvöld og hefst það kl. 23.00 að íslenskum tíma. Nýliðavalið fer fram í Barclays íþróttahöllinni í Brooklyn í New York.Meira

U15 liðin á leið til Danmerkur · Copenhagen-Invitational 2018

14 jún. 2018Í morgun héldu U15 ára liðin af stað í fyrstu keppnisferð yngri liða þetta sumarið en þar munu tvo lið drengja og tvö lið stúlkna sem skipa níu leikmenn hvort keppa yfir helgina. Mótið hefst á morgun og stendur til sunnudags og koma liðin heim um kvöldið. Ísland hefur sent lið til leiks nánast frá upphafi en þetta er 11. árið sem mótið fer fram. U15 landsliðin eru fyrsta landsliðsstig yngri liða og hafa leikmenn öðlast dýrmæta reynslu í gegnum árin með því að hefja landsliðsferil sinn á þessu móti. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í mótinu má nefna Martin Hermannsson og Thelmu Dís Ágústsdóttur, leikmenn landsliða Íslands í dag.Meira

Breyting á dómaranefnd KKÍ

14 jún. 2018Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum 12. júní s.l. breytingar á dómaranefnd KKÍ að tillögu formanns KKÍ. Þau Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir og Gunnar Freyr Steinsson ákváðu að segja sig úr dómaranefnd í vor vegna anna í störfum sínum. Í stað þeirra koma þeir Jón Bender og Aðalsteinn Hrafnkelsson inn í nefndina. Ásamt þeim Jóni og Aðalsteini verður Rögnvaldur Hreiðarsson áfram í nefndinni eins og undanfarin ár.Meira
  • Landslið karla · Undankeppni FIBA World Cup 2019

    Framundan eru tveir síðustu leikirnir í fyrri umferðinni í undankeppni HM 2019 hjá landsliði karla. Íslenska liðið á þá tvo mikilvæga útileiki, fyrst gegn Búlgaríu þann 29. júní og svo gegn Finnum þann 2. júlí. Ísland þarf sigur í öðrum leiknum til að tryggja sér sæti í annari umferðinni sem hefst í haust. Leikið verður í sömu höll og á EM 2017 í Finnlandi, Hartwall Arena og hafa verið seldir í byrjun júní yfir 10.000 miðar. RÚV mun sýna báða leikina beint.

  • Copenhagen-Invitational 2018 · U15 mótið í Kaupmannahöfn

    Íslensku U15 ára liðin okkar taka þátt í árlegu alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn dagana 14.-17. júní. Farið er út 14. júní en mótið stendur yfir 15.-17. júní. Alls fara 18 leikmenn bæði hjá strákum og stelpum og leika bæði í tveim 9 manna liðum á mótinu. 

  • Norðurlandamótið 2018 · Finnlandi

    ÁU16 og U18 ára lið drengja og stúlkna halda til Kisakallio í Finnlandi 26. júní og leika á móti þar 28.júní-2. júlí næstkomandi. Leikið er að venju gegn Dönum, Svíum, Finnum, Norðmönnum og Eistum en hvert lið leikur einn leik á dag og öll okkar lið gegn sömu þjóð á hverjum degi. Í lok ferðar fer svo hópurinn á leik FIN-ISL í Helsinki.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ og vinnur að ýmsum öðrum daglegum störfum skrifstofunnar hverju sinni.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Skrifstofustjóri KKÍ

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og ýmis verkefni sem eru í gangi hverju sinni auk þess að hafa yfirumsjón með öllu á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslumálum.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!