Nýjustu fréttir

Geysisbikarinn · 16-liða úrslit sunnudaginn 16. des.

16 des. 2018Í dag sunnudaginn 16. des. fara fram nokkrir leikir í Geysisbikar karla og kvenna. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjunum á kki.is. 16-liða úrslit Geysisbikars kvenna: Sunnudagur 16. des. Kl. 14:00 Þór Akureyri-Snæfell – Höllin Akureyri Kl. 16:00 Tindastóll-Breiðablik – Sauðárkrókur 16-liða úrslit Geysibikars karla: Sunnudagur 16. des. Kl. 16:00 Vestri-Haukar – Ísafjörður Kl. 19:15 Tindastóll-Fjölnir – Sauðárkrókur Kl. 19:15 Skallagrímur-Selfoss – Borgarnes Kl. 19:15 Hamar-Stjarnan – Hveragerði #korfubolti #geysisbikarinnMeira

Geysisbikarinn · 16-liða úrslit um helgina

15 des. 2018Um helgina og á mánudaginn fara fram 16-liða úrslit karla og kvenna í Geysisbikarnum. Í dag laugardaginn 15. des. verður RÚV með beina útsendingu frá leik í 16-liða úrslitum kvenna þegar Stjarnan og KR mætast í Garðabænum kl. 16:00. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjunum á kki.is. 16-liða úrslit Geysisbikars kvenna: Laugardagur 15. des. Kl. 14:30 ÍR-Keflavík b – Hertz-höllin Kl. 16:00 Stjarnan-KR – Mathús Garðabæjar-höllin · SÝNDUR BEINT Á RÚV Kl. 16:30 Njarðvík-Skallagrímur – Njarðvík 16-liða úrslit Geysibikars karla: Laugardagur 15. des. Kl. 14:00 Grindavík-Njarðvík b – Mustad-höllin Kl. 18:00 ÍR-ÍA – Hertz-hellirinn Kl. 18:00 KR b-KR – DHL-höllin #korfubolti #geysisbikarinn​Meira

Yngri landslið KKÍ · Æfingar liðanna milli jóla og nýárs

14 des. 2018Framundan eru æfingar yngri landsliðanna milli jóla og nýárs en þá æfa öll liðin. Æfingar liðana má sjá hér að neðan en foreldrar fá sendan póst með frekari upplýsingum að auki. KKÍ heldur foreldrafund að auki fyrir alla foreldra leikmanna í æfingahópum þar sem farið verður yfir nokkur atriði er varða skipulag verkefna, kostnað og fleiri praktísk atriði sem snúa að landsliðsþáttöku í landsliðum KKÍ. Hver fundur er um 30 mín. hver. Æfingar yngri landsliða milli jóla og nýárs:Meira

Domino's deild karla og kvenna í kvöld · Valur-Keflavík tvíhöfði í beinni

14 des. 2018Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild karla og einn í Domino's deild kvenna. Valur og Keflavík mætast bæði hjá körlum og konum í kvöld í „Tvíhöfða“ og verða báðir leikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:00 og 20:15. Þá mætast einnig Haukar og Þór Þorlákshöfn á Ásvöllum hjá körlunum. Meira
  • Forkeppni EuroBasket 2021 karla · ÍSLAND-PORTÚGAL 21. febrúar 2019

    Karlalandsliðið á framundan landsleik gegn Portúgal á heimavelli í febrúar. Leikurinn verður þriðji leikur liðsins í forkeppninni EM 2021 og fer leikurinn fram á heimvelli okkar í Laugardalshöllinni fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 19:45. Miðasala verður auglýst á Tix:is þegar nær dregur.

  • Geysisbikarinn · 16-liða úrslit karla og kvenna

    Næsta umferð í Geysisbikarnum, 16-liða úrslitum karla og kvenna, fara fram helgina 15.-16. desember. Allir leikir úrslitanna fara fram þá helgi og þá verður dregið í vikunni á eftir í 8-liða úrslitin. Sigurvegarar þeirra mæta svo til leiks miðvikudag og fimmtudag 13. og 14. febrúar í 4-liða úrslitin í Laugardalshöllinni þar sem úrslitaleikir karla og kvenna verða svo leiknir þar laugardaginn 16. febrúar ásamt úrslitum bikarkeppni yngriflokka föstudag og sunnudag sömu helgi.

  • Boðun í æfingahópa yngri landsliða og jólaæfingar 2018

    Landsliðsþjálfarar KKÍ munu um mánaðarmótin nóv/des boða leikmenn til æfinga sem fram fara dagana 27.-30. desember 2018. Þá munu U15, U16 og U18 lið drengja og stúkna æfa þrjá daga af þessum fjórum dögum milli jóla- og nýárs.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ og vinnur að ýmsum öðrum daglegum störfum skrifstofunnar hverju sinni.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Skrifstofustjóri KKÍ

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og ýmis verkefni sem eru í gangi hverju sinni auk þess að hafa yfirumsjón með öllu á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslumálum.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira