Nýjustu fréttir

Afreksbúðir KKÍ · Seinni helgin 25.-26. ágúst

20 ágú. 2018Seinni helgi Afreksbúða KKÍ fara fram um næstu helgi. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands en þar mun yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Afreksbúðir í ár eru fyrir ungmenni fædd 2004 og voru leikmenn boðaðir til æfinga í vor á fyrri helgina af yfirþjálfurunum en um 50-60 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi. Yfirþjálfarar Afreksbúða 2018 eru þeir Lárus Jónsson hjá drengjum og Kristjana Eir Jónsdóttir hjá stúlkum. Síðari æfingahelgin verður dagana 25.-26. ágúst og verður æft í íþróttahúsinu á Álftanesi. Dagskrá seinni helgarinnar verður eftirfarandi:Meira

Úrvalsbúðum 2018 lokið

20 ágú. 2018Um helgina fóru fram seinni æfingahelgi Úrvalsbúða drengja og stúlkna og voru þær haldnar í Smáranum Kópavogi og á Ásvöllum í Hafnarfirði. Alls voru um 740 krakkar boðaðir til æfinga í sumar og var met mæting í sumar. Yfirþjálfarar búðanna, Ingi Þór Steinþórsson hjá strákum og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá stelpunum, stýrðu tækniæfingum ásamt aðstoðarþjálfurum sínum en þrír árgangar leikmanna fæddir 2005, 2006 og 2007 voru í búðunum í ár. Meira

EM · U16 ára landslið stúlkna á leið á EM í Svartfjallalandi

14 ágú. 2018U16 ára landsliðs stúlkna hélt út í morgun til Svartfjallalands þar sem þeir mun leika á Evrópumóti FIBA dagana 16.-25. ágúst. Liðið ferðast í dag og æfir og kemur sér fyrir á morgun áður en fyrsti leikur hefst á fimmtudaginn. Stelpurnar okkar leika í riðli með fimm þjóðum, Bretlandi, Grikklandi, Makedóníu, Svíþjóð og heimastúlkum frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. Alls eru 23 lið í B-deild Evrópukeppninnar þar sem Ísland tekur þátt. 16 lið leika í A-deild og 8 lið í C-deild og því 47 af 51 evrópulöndum innan FIBA sem taka þátt í U16 keppni stúlkna í ár. Leikjaplan liðsins í riðlakeppninni er sem hér segir: (allir tímar að neðan að íslenskum tíma. GMT+2 í Svartfjallalandi)Meira

Úrvalsbúðir 2018 · Seinni helgin 18.-19. ágúst

9 ágú. 2018Síðustu sumur hefur KKÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshóp ungmenna. Úrvalshópurinn er undanfari yngri landsliða Ísland þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum fara yfir ýmis tækniatriði og stjórna stöðvaæfingum þar sem meðal annars verða æfð skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar. Úrvalsbúðirnar í ár eru fyrir ungmenni fædd 2005, 2006 og 2007 og að venju er æft á tveimur helgum. Sú fyrri fór fram í lok maí og 18.-19. ágúst er komið að þeirri síðari. ​ Dagskráin sú sama og á fyrri helginni en staðsetning hjá stelpum verður í Smáranum að þessu sinni. Strákar verða aftur á Ásvöllum líkt og síðast. ​ Seinni helgin · 18.-19. ágúst · Staðsetningar seinni helgar í ágúst: · Drengir verða DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði. · Stúlkur verða í Smáranum í Kópavogi. Meira
  • Landslið karla · Undankeppni FIBA World Cup 2019

    Framundan eru tveir síðustu leikirnir í fyrri umferðinni í undankeppni HM 2019 hjá landsliði karla. Íslenska liðið á þá tvo mikilvæga útileiki, fyrst gegn Búlgaríu þann 29. júní og svo gegn Finnum þann 2. júlí. Ísland þarf sigur í öðrum leiknum til að tryggja sér sæti í annari umferðinni sem hefst í haust. Leikið verður í sömu höll og á EM 2017 í Finnlandi, Hartwall Arena og hafa verið seldir í byrjun júní yfir 10.000 miðar. RÚV mun sýna báða leikina beint.

  • Copenhagen-Invitational 2018 · U15 mótið í Kaupmannahöfn

    Íslensku U15 ára liðin okkar taka þátt í árlegu alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn dagana 14.-17. júní. Farið er út 14. júní en mótið stendur yfir 15.-17. júní. Alls fara 18 leikmenn bæði hjá strákum og stelpum og leika bæði í tveim 9 manna liðum á mótinu. 

  • Norðurlandamótið 2018 · Finnlandi

    ÁU16 og U18 ára lið drengja og stúlkna halda til Kisakallio í Finnlandi 26. júní og leika á móti þar 28.júní-2. júlí næstkomandi. Leikið er að venju gegn Dönum, Svíum, Finnum, Norðmönnum og Eistum en hvert lið leikur einn leik á dag og öll okkar lið gegn sömu þjóð á hverjum degi. Í lok ferðar fer svo hópurinn á leik FIN-ISL í Helsinki.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ og vinnur að ýmsum öðrum daglegum störfum skrifstofunnar hverju sinni.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Skrifstofustjóri KKÍ

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og ýmis verkefni sem eru í gangi hverju sinni auk þess að hafa yfirumsjón með öllu á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslumálum.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!