Nýjustu fréttir

Kosningar og þing hjá FIBA Europe um helgina

23 maí 2019Árlegt þing FIBA Europe stendur nú yfir í München í Þýskalandi. Þingið í ár er kosningaþing en á fjögurra fresti er kosið í helstu embætti hjá sambandinu. Þrír einstaklingar bjóða sig fram til forseta en það er sitjandi forseti Turgay Demirel frá Tyrklandi, Cyriel Coomans fra Belgíu, sem er einn af þrem varaforsetum sambandsins, og Dejan Tomasevic frá Serbíu sem er framkvæmdarstjóri körfuknattleikssambands Serbíu. Kosið er í 21 sæti i stjórn sambandsins en það eru 38 einstaklingar í kjöri. Hver aðildarþjóð FIBA Europe má tilnefna einn einstakling í stjórnina. Hannes S. Jónsson formaður KKI hefur verið í stjórninni á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og er hann aftur í framboði. Hannes og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir varaformaður KKÍ eru fulltrúar Íslands á þinginu en því lýkur á laugardag með kosningum. #korfuboltiMeira

Þjálfaranámskeið: 1.a. dagana 31.maí-2. júní

22 maí 2019KKÍ þjálfari 1.a. fer fram dagana 31. maí. - 2. júní 2019. Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13.5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a. eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri. Hér fyrir neðan er hægt að skrá sig á þjálfaranámsekið 1.a. Þátttökugjald fyrir 1.a. er 20.000 kr. ef greitt er fyrir 24. maí. Eftir 24. maí er þátttökugjaldið 25.000 kr.Meira

Þjálfaranámskeið KKÍ: 2.a. um helgina · Rado Trifunović aðalfyrirlesari

22 maí 2019Um helgina fer fram KKÍ Þjálfari 2.a. námskeiðið í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði. Rado Trifunović verður aðalkennarinn á námskeiðinu en hann er aðalþjálfari Evrópumeistara Slóveníu. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á EuroBasket 2017. Þar lék Slóvenía gegn Íslandi meðal annars í riðlakeppninni í Finnlandi og enduðu svo með að standa uppi sem Evrópumeistarar eftir úrslitakeppnina í Tyrklandi. Eftir mótið tók hann við sem aðalþjálfari. Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um hversu frábært það er að fá Rado til landsins en nú býðst íslenskum þjálfurum að sitja námskeið með honum ásamt íslenskum gestafyrirlesurum. Meira

GSSE 2019: Landslið karla á Smáþjóðaleikunum

22 maí 2019Þjálfarar landsliðs karla í körfuknattleik hafa nú valið sitt lokalið fyrir Smáþjóðaleikana 2019 sem hefjast 28. maí í Svartfjallalandi. Finnur Freyr Stefánsson hefur verið þjálfari liðsins í undirbúningnum og verður aðalþjálfari liðsins á mótinu og aðstoðarþjálfari hans Baldur Þór Ragnarsson. Craig Pedersen þjálfari átti ekki heimangegnt í verkefnið og því verða Finnur Freyr og Baldur Þór með liðið á leikunum líkt og fyrir tveim árum á síðustu leikum. Karlalandsliðið leikur gegn landsliðum Möltu, Lúxemborg og Svartfjallalands fyrstu keppnisdagana 28.-30. maí. Frídagur verður þann 31. maí og svo er lokaleikur liðsins 1. júní gegn liði Kýpur. Í liðinu nú eru tveir nýliðar. Það eru þeir Hilmar Smári Henningsson frá Haukum og Halldór Garðar Hermannsson frá Þór Þorlákshöfn. Landsliðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum á leikunum:Meira
  • Úrslitakeppnir í Domino's deildum og 1. deildum karla og kvenna

    Seinni úrslitahelgi yngri flokka fer fram um komandi helgi og fer hún fram í umsjón Grindavíkur í Mustad-höllini (Röstinni) 17.-19. júní. Leikið verður í undanúrslitum föstudag og laugardag en á sunnudeginum fara fram úrslitaleikirnir. Leikið verður til úrslita í 10. flokki drengja, 10. flokki stúlkna og í unglingaflokki karla. Leikjadagskránna má sjá hér á kki.is sem frétt.


  • Landsliðsæfingahelgi · Fyrstu æfinga landsliða fyrir sumarið

    Yngri landslið KKÍ hefja æfinga helgina 24.-26. maí á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þá verður æft föstudag til sunnudags í öllum sölum með U15, U16 og U18 lið auk þess sem HR verður með mælingar á liðum og æfingar landsliðs kvenna og U20 liða karla og kvenna fara fram í kringum helgina og á föstudeginum.

    KKÍ verður einnig með þjálfaranámskeið 2.a. sem skráning stendur yfir á yfir sömu helgi á sama stað. Það verður því líf og fjör í Hafnarfirði þessa helgi að Ásvöllum.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ og vinnur að ýmsum öðrum daglegum störfum skrifstofunnar hverju sinni sem og fræðslu og útbreiðslumálum.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira