Lífshlaupið 2022

21.12.2021

Lífshlaupið 2022 verður ræst þann 2. febrúar n.k. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna. Þátttakendum gefst kostur á að taka þátt í:

• Vinnustaðakeppni frá 2. - 22. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
• Framhaldsskólakeppni frá 2. - 15. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvær vikur)
• Grunnskólakeppni frá 2. - 15. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)
• Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð sína hreyfingu allt árið

Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún samræmist ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu. Börnum 15 ára og yngri er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og 16 ára og eldri í a.m.k. 30 mínútur á dag.

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að huga að eigin heilsu með því að stunda reglubundna hreyfingu. Flestir þekkja hver ávinningur þess að hreyfa sig reglulega getur verið en hér er smá áminning.

Reglubundin hreyfing:
• Stuðlar að bættum svefni
• Stuðlar að bættum lífsgæðum
• Dregur úr líkum á ýmsum sjúkdómum
• Styrkir hjarta- og æðakerfið....

.... Svo eithvað sé nefnt. Endilega farðu að hvetja vinnufélagana til þess að byrja að huga að Lífshlaupinu 2022 og vertu þannig afl í átt að bættri heilsu vinnufélaganna og bættum starfsanda á þínum vinnustað.