Skráning í fullum gangi

24.01.2023

Skráning er í fullum gangi fyrir Lífshlaupið 2023. Keppnin stendur yfir frá 1. - 21. fyrir vinnustaði og frá 1. - 14. febrúar fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Í fyrra voru um 17.000 virkir þátttakendur í Lífshlaupinu og við stefnum að sjálfsögðu á bætingu í ár!

Á meðan að Lífshlaupið stendur eru allir hvattir til að deila myndum af þátttöku sinni í gegnum heimasíðuna og einnig á Facebook eða Instagram með myllumerkinu #lifshlaupid.
Allir myndasmiðir fara í lukkupott í myndaleik Lífshlaupsins og eiga möguleika á að vera dregnir út og vinna flotta vinninga.