Nemendur Kerhólsskóla stóðu sig vel

16.02.2023

Nemendur í Kerhólsskóla stóðu sig mjög vel í lífshlaupinu og voru dugleg að hreyfa sig. Snjórinn var mjög vel nýttur en skólinn var einnig á fullu að undirbúa danssýninguna Grease fyrir árshátíð skólans. Dansæfingarnar voru margar hjá nemendum og tilvalið að skrá þær mínútur inn í Lífshlaupið.