Fréttir

Skrifað af: linda
16.02.2022

Nú er tæp vika eftir af Lífshlaupinu og það má ennþá bæta við liðsmönnum í vinnustaðakeppnina.

Vinnustaðakeppninni lýkur þann 22. febrúar en það má ennþá bæta við liðsmönnum og það má skrá hreyfingu frá 2. febrúar. Við höfum dregið út 5 heppna þátttakendur í myndaleik Lífshlaupsins og 30 þátttaknda í skráningarleik, vinnustaða og skóla. Við munum draga út einn heppinn þátttakanda í vinnustaðakeppninni alla virka daga á meðan keppnin stendur yfir og 3 til viðbótar í myndaleiknum, þar á meðal "Bestu myndina"

Lesa meira
Skrifað af: kristinbo
15.02.2022

Síðasti dagur í grunn- og framhaldsskólakeppninni

Í dag er síðasti keppnisdagur í grunn- og framhaldsskólakeppninni.

Lesa meira
Skrifað af: kristinbo
09.02.2022

Enn hægt að skrá sig til leiks!

Vonandi gengur ykkur vel í Lífshlaupinu 2022 og gaman að vita að það er skemmtileg keppni í gangi á mörgum vinnustöðum og skólum. Okkur langar að minna á að enn er hægt að skrá sig til leiks hvort sem það er í vinnustaðakeppnina eða grunnskólakeppnina.

Lesa meira
1...111213...60