Fréttir

Skrifað af: linda
13.02.2020

Enn þá er hægt að skrá sig til leiks og ekki gleyma að skrá alla hreyfingu inn!

Vonandi gengur ykkur vel í Lífshlaupinu 2020 og vonandi er skemmtileg keppni í gangi í þínum skóla/vinnustað. Okkur langar samt sem áður að minna á að ennþá er hægt að skrá sig til leiks í Lífshlaupið 2020, hvort sem það er í vinnustaðakeppnina eða grunnskólakeppnina. Við hvetjum alla til að skrá sig til leiks (og hvetja þá sem ekki eru skráði til leiks að gera það) þar sem hægt að skrá hreyfingu aftur í tímann frá upphafi keppninnar. Endilega minnið samstarfsfólkið á að skrá inn alla hreyfinguna sína.

Lesa meira
Skrifað af: linda
11.02.2020

Engin 5 daga regla ofl.

Ákveðið var að taka 5 daga regluna út öllum þáttakendum til hagræðingar. Ekki var hægt að aðskilja skólana frá vinnustöðunum og margir skólar í vetrarfríi á þessum tíma og lentu í tímaþröng og stressi. Ekki viljum við auka á stressið og þess vegna var sú ákvörðun tekin að taka þessa reglu út.

Lesa meira
Skrifað af: linda
06.02.2020

Skráningarleikur Lífshlaupsins og Rás2 er í fullum gangi

Á hverjum virkum degi eru dregnir út heppnir þátttakendur sem hafa skráð sig til keppni og fær viðkomandi glaðning frá einum af styrktaraðilum Lífshlaupsins. Nöfn vinningshafa verða lesin upp í Þættinum Morgunverkin á Rás2.

Lesa meira
1...232425...60